Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Útsendur starfsmaður frá Íslandi innan EES-svæðisins

Launþegi eða atvinnurekandi sækir um A1-vottorð á eyðublaðinu „Dvöl erlendis í atvinnuskyni“ hjá Tryggingastofnun.

Sama gildir um sjálfstætt starfandi einstaklinga og þá sem eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigur.

  • Tryggingagjald skal greitt í útgáfulandi A1-vottorðsins, þ.e. á Íslandi.

  • Æskilegt er að hafa meðferðis Evrópska sjúkratryggingakortið (European Health Insurance Card – EHIC).

  • Ef dvölin erlendis stendur lengur en sex mánuði og búseta flyst, þarf að senda beiðni um útgáfu S1-vottorðs til

    Sjúkratrygginga Íslands til afgreiðslu.