Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Eru undanþágur frá hámarkstímabili í öðru EES- landi - 16. greinar samningur?

Já, í undantekningartilvikum er hægt að sækja um undanþágu frá tveggja ára hámarkstímabili samkvæmt 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.

Ef starfstímabil er lengra en tvö ár getur einstaklingur óskað eftir því að halda áfram að heyra undir íslenska almannatryggingalöggjöf og þar með verið undanþeginn tryggingalöggjöf starfslandsins.

  • Slík undanþága er háð samþykki stjórnvalda í starfslandinu.

  • Tryggingastofnun gefur því ekki út A1-vottorð fyrr en samþykki hefur verið veitt.

  • Samningar samkvæmt 16. gr. eru aldrei gerðir til lengri tíma en 5 ára.

Umsóknarferlið við 16. grein samninga getur tekið töluverðan tíma vegna samskipta milli landa — að jafnaði 4–8 vikur.