Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Eru undanþágur frá hámarkstímabili í öðru EES- landi - 16. greinar samningur?
Já, í undantekningartilvikum er hægt að sækja um undanþágu frá tveggja ára hámarkstímabili samkvæmt 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
Ef starfstímabil er lengra en tvö ár getur einstaklingur óskað eftir því að halda áfram að heyra undir íslenska almannatryggingalöggjöf og þar með verið undanþeginn tryggingalöggjöf starfslandsins.
Slík undanþága er háð samþykki stjórnvalda í starfslandinu.
Tryggingastofnun gefur því ekki út A1-vottorð fyrr en samþykki hefur verið veitt.
Samningar samkvæmt 16. gr. eru aldrei gerðir til lengri tíma en 5 ára.
Umsóknarferlið við 16. grein samninga getur tekið töluverðan tíma vegna samskipta milli landa — að jafnaði 4–8 vikur.