Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Hver eru skilyrðin fyrir útgáfu A1 vottorðs frá Íslandi?
Einstaklingurinn þarf að vera tryggður á Íslandi og sýna fram á að hann hafi verið tryggður hér á landi í að minnsta kosti sex mánuði áður en störf erlendis hefjast.
Á starfstíma erlendis þarf viðkomandi að greiða bæði tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð á Íslandi.
Fyrir útsenda starfsmenn (launþega) þarf vinnusamband við íslenskan vinnuveitanda að hafa varað í a.m.k. einn mánuð áður en starfsmaðurinn er sendur til starfa erlendis.
Rofni atvinnusambandið fellur vottorðið úr gildi og ber að upplýsa Tryggingastofnun um slíkar breytingar án tafar.
Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna, og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Skatturinn á Íslandi annast innheimtu tryggingagjalds.