Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Afhverju þarf ég A1 vottorð?
A1-vottorð er sönnun þess að þú fallir undir tryggingalöggjöf þess lands sem gefur það út. Ef þú ert með gilt A1-vottorð þarftu því ekki að greiða tryggingagjald í öðru EES-landi.
Vottorðið er gefið út fyrir ákveðið starfstímabil og kemur það tímabil skýrt fram á vottorðinu.
Ef þú ætlar að starfa tímabundið erlendis innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) er mikilvægt að sækja um A1-vottorð til að tryggja að þú haldir áfram að vera tryggður í heimalandi þínu.
Sækja þarf um A1-vottorð þegar:
Launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur starfar í öðru eða fleiri en einu EES-landi og vill halda áfram að falla undir íslenska almannatryggingalöggjöf.
A1-vottorð er einungis gefið út á einstaklinga — annaðhvort launþega eða sjálfstætt starfandi.
Ef dvölin erlendis er mjög skammvinn, getur hins vegar verið nægilegt að hafa meðferðis Evrópska sjúkratryggingakortið, sem sækja má hjá Sjúkratryggingum Íslands.