Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Hvað þarf ég að gera hjá ykkur eftir andlát skyldmennis?
Ef hinn látni var lífeyrisþegi hjá TR mun TR gera upp dánarbúið eftir að staðfest skattframtal liggur fyrir. Hægt er að óska eftir bráðabirgðauppgjöri til að gera sér grein fyrir því hvort dánarbúið muni skulda eða eiga inneign við uppgjör þess. Ef hinn látni átti maka sem er lífeyrisþegi þarf viðkomandi að uppfæra tekjuáætlun sína miðað við breyttar aðstæður og sækja um möguleg réttindi eins og heimilisuppbót, barnalífeyri og dánarbætur. Ef maki var ekki lífeyrisþegi getur verið réttur á dánarbótum.