Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Sjómaður á skipi sem er skráð í öðru EES-landi
Sérreglur gilda um sjómenn.
Í flestum tilvikum ræður fánaland skipsins því í hvaða landi sjómaður er tryggður samkvæmt almannatryggingalöggjöf.
Undantekning er þó ef sjómaður:
· þiggur laun frá fyrirtæki eða einstaklingi sem hefur skrifstofu eða starfsstöð í öðru aðildarríki, og
· hefur fasta búsetu í því ríki.
Í slíkum tilvikum fellur viðkomandi undir tryggingalöggjöf búsetulandsins í stað fánalands skipsins.