Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað er A1 vottorð?

A1 vottorð staðfestir undir hvaða almannatryggingalöggjöf einstaklingur fellur meðan hann starfar erlendis.

A1 vottorð er einungis notað á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og sýnir að viðkomandi starfsmaður fellur áfram undir tryggingalöggjöf þess lands sem gefur það út á meðan á starfstíma erlendis stendur.

Sækja þarf um A1 vottorð þegar launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur ætlar að starfa tímabundið á EES-svæðinu.

Vottorðið er einungis gefið út á launþega eða sjálfstætt starfandi einstakling og gildir fyrir ákveðið tímabil sem tilgreint er á vottorðinu.

Meginreglan er sú að almannatryggingalöggjöf starfslandsins gildir, jafnvel þótt starfsmaðurinn sé búsettur í öðru EES-landi.

A1-vottorð er notað til að koma í veg fyrir tvígreiðslu tryggingagjalds.

Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna, og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Skatturinn á Íslandi annast innheimtu tryggingagjalds.