Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Er A1 vottorð einnig sjúkratryggingavottorð?
Nei, A1 vottorðið er ekki sjúkratryggingavottorð.
Samhliða útgáfu A1-vottorðs þarf að hafa annaðhvort:
evrópska sjúkratryggingakortið, ef dvölin erlendis er tímabundin,
eða
S1-vottorð, ef búseta flyst til starfslands.
S1-vottorð er gefið út af Sjúkratryggingum Íslands (sjukra.is).
Þegar sótt er um A1-vottorð er hægt að merkja við í umsókninni að Tryggingastofnun óski eftir S1-vottorði hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd umsækjanda.