Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað er lífsvottorð? Til hvers þarf að skila því?

Lífsvottorð er vottorð sem staðfestir að erlendis búsettir sem fá lífeyri greiddan frá TR séu á lífi. Opinber aðili verður að staðfesta á þar til gerðu eyðublaði að þú hafir mætt í eigin persónu með skilríki sem sönnun. Lífsvottorð eru til þess að lífeyrir frá TR sé ekki greiddur til erlendis búsettra sem hafa látist, stundum fær Þjóðskrá ekki tilkynningar um andlát þegar fólk fellur frá erlendis og því eru lífsvottorð nauðsynlegur hluti af eftirliti TR.