Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvar á ég að greiða tryggingagjaldið?

Til að fá útgefið A1-vottorð frá Íslandi þarf viðkomandi að greiða tryggingagjald áfram hér á landi á meðan dvöl erlendis stendur.

Tryggingagjaldið er notað til að fjármagna m.a. sjúkra-, slysa- og lífeyristryggingar. Það er innheimt af Skattinum og í flestum tilvikum sér launagreiðandi sjálfur um að standa skil á því.

Ef einstaklingur starfar hjá erlendu starfsmannaleigufyrirtæki, getur hann þó sjálfur þurft að sjá um greiðslu tryggingagjaldsins.