Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hver er gildistími A1-vottorðs?

A1-vottorð er að jafnaði gilt í allt að tvö ár í senn.

Vottorðið staðfestir að launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur haldi áfram að vera tryggður í heimalandi sínu á meðan hann starfar tímabundið í öðru EES-landi.

  • Ef fyrir liggur frá upphafi að starfstíminn erlendis verði lengri en tvö ár, er hægt að óska eftir undanþágu til að halda áfram að vera tryggður á Íslandi.

  • Gildistími vottorðsins kemur skýrt fram á A1-vottorðinu (tryggingayfirlýsingu).

  • Hægt er að sækja um framlengingu þegar gildistíminn rennur út, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Athugið: Ef atvinnusamband rofnar, búseta breytist eða aðrar forsendur breytast, fellur A1-vottorðið úr gildi.