Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Get ég fengið A1-vottorð fyrir alla fjölskylduna?
Nei, A1 vottorð er aðeins gefið út á launþega eða sjálfstætt starfandi einstakling.
Í umsókn um A1 vottorð er þó beðið um upplýsingar um maka og börn, ef fjölskyldan fylgir einstaklingnum til dvalar erlendis.
Tryggingastofnun sendir þá umsóknina áfram til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), sem sjá um útgáfu S1-vottorðs fyrir fjölskylduna.
Aðilar þurfa að vera í skráðri sambúð eða hjónabandi.
S1-vottorð er sjúkratryggingavottorð sem gefið er út samhliða A1-vottorði, ef áætluð dvöl er lengri en 6 mánuðir.
S1-vottorð er gefið út af Sjúkratryggingum Íslands.
Athugið: Norðurlöndin eru þó undanskilin útgáfu S1 vegna þess að almennt fer ekki fram endurgreiðsla á sjúkrakostnaði á milli Norðurlandanna á grundvelli Norðurlandasamnings um almannatryggingar.
Ef dvölin erlendis er styttri en 6 mánuðir, nægir að hafa meðferðis Evrópska sjúkratryggingakortið, sem sækja má hjá Sjúkratryggingum Íslands.