Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvar og hvenær á að sækja um A1 vottorð ?

Sækja þarf um A1-vottorð hjá Tryggingastofnun. Umsóknareyðublaðið „Umsókn vegna dvalar erlendis í atvinnuskyni – A1“ er aðgengilegt á vefsíðu stofnunarinnar, www.tr.is undir Eyðublöð Tryggingastofnunar.

Hægt er að skila umsókninni:

eða

Útgefin A1 vottorð birtast á Mínum síðum TR.

Tryggingastofnun hvetur umsækjendur til að fylla út umsóknina eins ítarlega og mögulegt er. Ef þörf er á frekari upplýsingum mun stofnunin hafa samband og óska eftir þeim.

Ef þú ert launþegi sem starfar tímabundið í öðru EES-landi, getur vinnuveitandi sótt um vottorðið fyrir þína hönd. Vottorðið birtist þá á Mínum síðum launþegans.

Ef þú starfar í fleiri en einu EES-landi eða ert sjálfstætt starfandi, sækir þú um vottorðið sjálfur.

Æskilegt er að sækja um A1-vottorð áður en störf erlendis hefjast, þar sem það getur komið í veg fyrir tvígreiðslu tryggingagjalds bæði hér á landi og í starfslandi.

Umsóknarferlið getur tekið allt að fjórar vikur, svo mikilvægt er að sækja um tímanlega.