Fara beint í efnið

Ég vil kæra niðurstöðu í máli, hvað geri ég?

Hægt er að kæra úrskurði TR til Úrskurðarnefndar velferðarmála en hún er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er hlutverk hennar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum en heyrir stjórnskipulega undir félagsmálaráðuneytið.