Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Hvað felur A1- vottorð í sér þegar unnið er tímabundið í öðru EES- landi?
Þú heldur áfram að greiða tryggingagjald á Íslandi (það er í útgáfulandi A1-vottorðsins).
Þú fellur áfram undir íslenska almannatryggingalöggjöf á meðan vottorðið er í gildi.
Þú safnar áfram réttindum samkvæmt íslenskum almannatryggingalögum, meðal annars til eftirlauna sem skráð eru í tryggingaskrá hjá Tryggingastofnun.
Þrátt fyrir að þú sért sjúkratryggður á Íslandi, er heilbrigðisþjónusta veitt samkvæmt reglum starfslandsins.