Tryggingastofnun: Önnur þjónusta TR
Ég starfa í tveimur löndum - hvernig virkar það?
Ef einstaklingur starfar í fleiri en einu EES-landi gilda sérstakar reglur um hvaða land ber ábyrgð á almannatryggingum hans.
Til að fá A1-vottorð frá Íslandi þarf viðkomandi að:
vera í að lágmarki 25% starfshlutfalli á Íslandi,
og greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð af tekjum sínum hér á landi.
Þá sækir einstaklingurinn um A1-vottorð hjá Tryggingastofnun, sem hann skilar inn í hinu atvinnulandinu. Vottorðið tryggir að hann þurfi ekki að greiða tryggingagjald eða lífeyrisiðgjald í báðum löndum.