Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hvað felur virknistyrkur í sér?

Virknistyrkur er ætlaður þeim einstaklingum sem hafa fengið metinn hlutaörkulífeyri samkvæmt samþættu sérfræðimati og eru í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar. Sækja þarf um virknistyrk til Vinnumálastofnunar, sem jafnframt greiðir styrkinn.

Virknistyrkurinn samsvarar 18% af fjárhæð fulls örorkulífeyris. Samanlögð fjárhæð hlutaörorkulífeyris og virknistyrks er því samsvarandi fullum örorkulífeyri.

Einungis hlutaörorkulífeyrisþegar geta átt rétt á virknistyrk.