Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hvernig er með þau landsvæði þar sem fá úrræði eru til staðar og lítið hægt benda á eða nýta sér?
Samhæfingarteymin reyna að finna lausn fyrir einstaklinga í þessari stöðu en eitt af hlutverkum samhæfingarteymanna er að halda utan um lista yfir úrræði, bið eftir úrræðum og skort á úrræðum.
Reynt verður að taka tillit til þessa vanda við vinnslu á umsóknum um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur. Hins vegar þarf alltaf að vera til staðar virk endurhæfingaráætlun, bið eftir úrræði, heilsubrestur eða viðurkennd meðferð til þess að réttur sé á greiðslum.