Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hversu mörg samhæfingarteymi eru á landinu?
Samhæfingarteymin verða sex í upphafi eins og tilgreint er í samningnum sem þjónustuaðilar undirrituðu.
Teymin eru Reykjavík, Kraginn, Suðurland/Suðurnes, Austurland, Norðurland og Vesturland/Vestfirðir.
Fjöldi samhæfingarteyma getur þó breyst síðar meir ef þörf er talin á því, meðal annars með tilliti til álags.