Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hverjir þurfa að fara í samþætt sérfræðimat?

Þegar ljóst er að endurhæfing eða viðurkennd meðferð er fullreynd er hægt að sækja um örorkulífeyri og fer umsækjandi þá í samþætt sérfræðimat.

Eftir 1. september 2025 verður samþætt sérfræðimat forsenda þess að fá samþykktan örorku- og hlutaörorkulífeyri.

Ef samþætt sérfræðimat er bersýnilega óþarft er Tryggingastofnun heimilt að víkja frá slíku mati.