Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Þarf að sækja um samþætt sérfræðimat?
Ekki verður um eiginlega umsókn um samþætt sérfræðimat að ræða. Heldur munu einstaklingar sækja um örorkulífeyri og fara síðan í samþætt sérfræðimat ef við á. Samþætt sérfærðimat tekur við af örorkumati 1. september 2025.
Samþætt sérfræðimat er forsenda þess að fá greiddan örorku- eða hlutaörorkulífeyri.
Ef einstaklingur er með gilt örorkumat 31. ágúst 2025 eða lengur, fær hann varanlegan rétt til örorkulífeyris frá og með 1. september 2025. Hann þarf hvorki að sækja um né fara í nýtt mat. Eftir 1. september 2025 getur hann hins vegar óskað eftir samþættu sérfræðimati m.a. til að færast yfir á hlutaörorkulífeyri. Ef það kemur ver út fyrir viðkomandi er hægt að draga umsóknina til baka.
Umsækjendur sem hafa fengið metna hlutaöroku eða örorkulífeyri geta sótt um nýtt samþætt sérfræðimat ef aðstæður þeirra hafa breyst frá því að síðasta mat var gert.