Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Þarf að sækja um samþætt sérfræðimat?
Ekki verður um eiginlega umsókn um samþætt sérfræðimat að ræða. Heldur munu einstaklingar sækja um örorkulífeyri og fara síðan í samþætt sérfræðimat ef við á. Samþætt sérfræði mat tekur við af örorkumati 1. september 2025.
Samþætt sérfræðimat er forsenda þess að fá greiddan örorku- eða hlutaörorkulífeyri.
Einstaklingar sem fengu samþykkt örorkumat fyrir 1. september 2025 og eru með varanlegt örorkumat geta óskað eftir að fara á hlutaörorku í nýju kerfi. Hægt er að senda netpóst á ororka@tr.is og óska eftir frekari leiðbeiningum varðandi breytingu á greiðslum. Við viljum benda á reiknivélina í nýju kerfi þar sem hægt er að bera saman greiðslur.