Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hverjar geta niðurstöður samþætts sérfæðimats verið?
Niðurstaða matsins er sérfræðiálit á áhrifum þeirra þátta sem samþætta sérfræðimatið felur í sér á getu og færni viðkomandi til virkni á vinnumarkaði.
Fernt getur komið út úr samþætta sérfræðimatinu:
Ef geta á vinnumarkaði er minni en 25% er réttur til töku örorkulífeyris
Ef geta til virkni á vinnumarkaði er metin 26-50% er réttur til hlutaörorkulífeyris
Ef geta til virkni á vinnumarkaði er metin meira en 50% er hvorki réttur til hlutaörorkulífeyris eða örorkulífeyris
Niðurstaða getur einnig verið sú að endurhæfing sé ekki fullreynd og þá getur skapast réttur til sjúkra- og endurhæfingargreiðslna.