Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hverjir munu eiga rétt á sjúkra- og endurhæfingargreiðslum?

Einstaklingar sem eru í endurhæfingu eða meðferð sem tekur á langvarandi eða alvarlegum heilsubresti eða fötlun.

Einstaklingar sem bíða eftir að meðferð eða endurhæfing hefjist. Sama á við komi heilsubrestur viðkomandi í veg fyrir að meðferð eða endurhæfing geti hafist.

Skilyrði er að hafa fullnýtt veikindarétt frá vinnuveitanda og greiðslum úr sjúkrasjóði stéttarfélags.

Skilyrði er að hafa átt lögheimili á Íslandi í samfellt 12 mánuði fyrir upphaf töku sjúkra- og endurhæfingargreiðslna, nema milliríkjasamningar kveði á um annað.