Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hvað er þjónustugátt?
Tryggingastofnun mun starfrækja þjónustugátt fyrir skilgreinda þjónustuaðila í þeim tilgangi að miðla nauðsynlegum upplýsingum á milli aðila og tryggja yfirsýn yfir þá meðferð eða endurhæfingu sem einstaklingar fá. Þjónustuaðilum er skylt að tryggja aðgang að gögnum í gegnum þjónustugáttina og skulu fulltrúar samhæfingarteyma hafa aðgang að þeim.
Tryggingastofnun mun halda skrá þar sem fram kemur með tæmandi hætti hvaða upplýsingum um einstaklinga er miðlað í gegnum þjónustugáttina.