Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hvað eru samhæfingarteymi?

Samhæfingarteymin eru samstarfsvettvangur þjónustuaðila á sviði endurhæfingar. Þar er verið að auka samstarf á milli þjónustuaðila þar sem hægt er að deila upplýsingum á fundum.

Tilgangur samhæfingarteyma er að stuðla að samfellu í þjónustu og framfærslu, stuðla að því að einstaklingar fái rétta þjónustu á réttum tíma, stuðla að framgangi og heildstæðri nálgun í þjónustu miðað við þarfir hvers og eins. Markmið teymanna er einnig að tryggja samfellda endurhæfingu hjá þeim sem þurfa þjónustu fleiri en eins aðila eða fara á milli þjónustuaðila.