Tryggingastofnun: Fagaðilar - breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hvað er samþætt sérfræðimat?
Samþætt sérfræðimat er einstaklingsbundið, heildrænt mat á færni, aðstæðum og heilsu í víðum skilningi með það að markmiði að meta getu einstaklinga til virkni á vinnumarkaði sem kemur í stað núgildandi örorkumats.
Samþætt sérfræðimat byggir á hugmyndafræði ICF-flokkunarkerfisins, sem er alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu. Tilgangur kerfisins er að flokka og lýsa færni einstaklings í samspili við umhverfi og aðstæður. Samkvæmt hugmyndafræði flokkunarkerfisins er færni afleiðing af samspili heilsufars og aðstæðna einstaklingsins.