Frá og með 1. september 2025 geta einstaklingar á hlutaörorkulífeyri sótt um virknistyrk hjá Vinnumálastofnun.
Hlutaörorkulífeyrir er fyrir þau sem eru metin með 26 til 50% getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati Tryggingastofnunar. Virknistyrkur er greiddur í allt að 24 mánuði á meðan umsækjandi er í virkri atvinnuleit.
Hvernig sækir maður um?
Sótt er um hér á síðunni. Ef þörf er á aðstoð er hægt að hafa samband við ráðgjafa Vinnumálastofnunar: ams@vmst.is.
Skilyrði fyrir virknistyrk
Til að eiga rétt á virknistyrk þarf umsækjandi að:
eiga rétt til hlutaörorkulífeyris samkvæmt samþættu sérfræðimati Tryggingastofnunar,
vera búsettur á Íslandi, eiga lögheimili hér og vera staddur í landinu,
vera virkur atvinnuleitandi, sem þýðir að:
sýna frumkvæði í atvinnuleit,
vera tilbúinn að taka starf í samræmi við starfsgetu,
ekki þiggja laun eða aðrar greiðslur vegna vinnu.
vera reiðubúinn að taka þátt í úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar,
veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar upplýsingar til að hægt sé að bjóða viðeigandi stuðning.
Greiðslur
Virknistyrkur er 71.314 kr. á mánuði.
Virknistyrkur er greiddur síðasta virka dag hvers mánaðar.
Styrkurinn fellur niður þegar einstaklingur fær greitt fyrir störf á vinnumarkaði.
Ekki er greitt fyrir daga sem umsækjandi er í tilfallandi vinnu eða dvelur erlendis.
Tilkynna þarf vinnu og ferðalög á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.
Stuðningur við atvinnuleit
Umsækjendur á virknistyrk fá einstaklingsmiðaðan stuðning.
Öll eru boðuð í viðtal hjá ráðgjafa þar sem farið er yfir markmið í atvinnuleit miðað við starfsgetu.
Biðtími og viðurlög
Greiðslur virknistyrks geta verið stöðvaðar tímabundið:
2 mánuði, eða
3 mánuði ef um ítrekun er að ræða.
Þetta á við ef einstaklingur:
hafnar starfi,
mætir ekki eða hafnar atvinnuviðtali,
hafnar þátttöku í vinnumarkaðsúrræði,
veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar sem geta haft áhrif á greiðslur.
Virknistyrkur fellur þó ekki niður ef gildar ástæður liggja að baki fyrir því að starfi, atvinnuviðtali eða þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum var hafnað. Við mat er litið til aðstæðna hvers og ein, þar á meðal skertrar starfsgetu viðkomandi.
Spurt og svarað um virknistyrk
Þjónustuaðili
VinnumálastofnunTengd stofnun
Tryggingastofnun