Fara beint í efnið

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál

Hvernig afskrái ég leigusamning úr leiguskrá HMS?

Ef leigusambandi líkur áður en leigutímabilið segir til um, eða af einhverjum ástæðum það tók aldrei gildi, þarf að afskrá leigusamninginn í Leiguskrá HMS.
Athugið að aðilar samningsins þurfa að vera sammála um slíkt, annars þarf að segja honum upp eða rifta.
Ef samningurinn var gerður rafrænt er hægt að afskrá hann hjá skráningaraðila sem sendir tilkynninguna rafrænt til HMS.
Ef samningurinn var gerður á pappír þarf að senda viðeigandi gögn á hms@hms.is með ósk um afskráningu.
Gögnin þurfa að innihalda upplýsingar um dagsetningu hvenær uppsögnin/riftunin var send til viðkomandi, frá hvaða tíma uppsögnin/riftunin á að eiga sér stað og með hvaða hætti viðkomandi var birt uppsögnin/riftunin t.d. með tölvupósti eða ábyrgðarbréfi.
Hér má finna sýnishorn af tilkynningum er varða uppsögn og riftun.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafðu samband

Netfang: hms@hms.is

Sími: 440 6400

Afgreiðslu­tími

Mánudaga til fimmtudaga
8:30 til 15:30

Föstudaga
9:00 til 14:00

Heim­il­is­fang

Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

kennitala: 581219-1480