Fara beint í efnið

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál

Af hverju var umsókn minni um húsnæðisbætur synjað?

Ástæðu synjunar má finna í bréfi í rafrænum skjölum á Mínum síðum HMS.
Ef umsækjandi telur forsendur hafa breyst frá synjun, þá þarf að senda inn nýja umsókn.
Ef umsóknin uppfyllir ekki skilyrði eða ef umsækjandi bregst ekki við innan uppgefins frests, er litið svo á að réttur sé ekki til staðar og umsókn því synjað.

Umsækjandi getur óskað eftir endurupptöku ef hann telur að nýjar upplýsingar og/eða gögn séu til staðar sem sýni fram á að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, eða leitt til efnislega rangrar niðurstöðu.
Beiðni um endurupptöku skal senda á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á Mínar síður HMS.
Taka skal fram þær upplýsingar sem umsækjandi telur að muni hafa áhrif á ákvörðun og senda með gögn eftir því sem við á.
Málið er í kjölfarið lagt fyrir nefnd sem tekur ákvörðun. Heimilt er að kæra ákvörðun um húsnæðisbætur til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagsetningu tilkynningar HMS um ákvörðun.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafðu samband

Netfang: hms@hms.is

Sími: 440 6400

Afgreiðslu­tími

Mánudaga til fimmtudaga
9:00 til 16:00

Föstudaga
9:00 til 14:00

Heim­il­is­fang

Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

kennitala: 581219-1480