Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvernig eru upplýsingar úr leigusamningi nýttar?
Leiguskrá heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga og er hluti af Húsnæðisgrunni HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar).
Með gagnagrunninum fást betri upplýsingar um leigumarkaðinn, sem og um þróun leiguverðs og lengd leigusamninga og þetta nýtist stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.
Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru aðgengilegar úr Húsnæðisgrunni HMS.
Meðal þeirra upplýsinga sem HMS mun birta opinberlega eru:
Meðaltal greiddrar leigu
Meðal fermetraverð leigu
Flatarmál (oft annað en í fasteignaskrá því það er verið að leigja út hluta af íbúð)
Fjöldi virkra leigusamninga (og það sé haldið utan um söguna)
Vísitala leiguverðs (byggt á verði og flatarmáli ásamt breytum úr fasteignaskrá)
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?