Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvernig er hægt að breyta upplýsingum um tekjur í umsókn um húsnæðisbætur?
Ef umsækjandi telur að tekjur heimilisins hafi breyst verulega frá síðustu tekjuáætlun, getur hann sent beiðni um endurskoðun á áætlun á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á mínar síður HMS.
Með beiðninni þarf að fylgja áætlaðar tekjur fyrir skatt allra heimilismanna 18 ára og eldri Í kjölfarið er tekjuáætlunin endurskoðuð út frá þeim upplýsingum, með tilliti til þess sem umsækjandi hefur þegar fengið greitt á árinu.
Ef umsækjandi eða heimilismaður, hefur fengið eingreiðslu á því tímabili sem tekjuáætlunin byggðist á og hún skekkir mynd af komandi tekjum, er honum ráðlagt að senda erindi þess efnis á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á Mínar síður HMS og óska eftir endurútreikningi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?