Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Á hvaða tekjum og eignum byggir lokauppgjör húsnæðisbóta?
Lokauppgjör húsnæðisbóta byggir á öllum skattskyldum tekjum heimilismanna 18 ára og eldri, þá mánuði sem húsnæðisbætur voru greiddar á síðasta tekjuári.
Skattskyldar tekjur eru meðal annars:
atvinnutekjur
elli – og örorkulífeyrisgreiðslur
greiðslur séreignalífeyrissparnaðar
fjármagnstekjur
erlendar tekjur
verktakagreiðslur
hagnaður af eigin atvinnurekstri
orlofs- og desemberuppbót
ýmsir styrkir
Samanlagðar eignir, að frádregnum skuldum, allra heimilismanna 18 ára og eldri samkvæmt skattframtali mynda stofn til útreiknings á eignum.
Eignir geta meðal annars verið:
fasteignir
ökutæki
bankainnistæður og fleira
Þær upplýsingar sem notaðar eru í lokauppgjöri eru fengnar frá Ríkisskattstjóra, úr skattframtali og staðgreiðsluskrá síðasta tekjuárs.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?