Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvernig eru húsnæðisbætur reiknaðar?
Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af öllum skattskyldum tekjum (fyrir skatt) og eignum, allra heimilismanna 18 ára og eldri, leigufjárhæð og fjölda heimilismanna sem búsettir eru í viðkomandi leiguhúsnæði.
Umsækjandi getur séð forsendur útreiknings í samþykktar- eða endurreikningsbréfi í pósthólfinu sínu á Mínar síður island.is.
Eignir og fjármagnstekjur eru áætlaðar út frá síðasta skattframtali en nánari upplýsingar um fjármagnstekjur má nálgast á vef ríkisskattstjóra hér.
Húsnæðisbætur eru endurreiknaðar að jafnaði ársfjórðungslega, en tekjuáætlun og bótafjárhæð getur breyst ef forsendur breytast.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?