Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Eignir og/eða tekjur í lokauppgjöri húsnæðisbóta eru ekki réttar, hvað geri ég?
Telji umsækjandi að upplýsingar í lokauppgjöri séu rangar þarf hann að senda erindi á hms@hms.is eða í gegnum Fyrirspurnir á Mínar síður HMS, með beiðni um endurskoðun. Erindinu þarf að fylgja rökstuðningur og staðfest gögn frá ríkisskattstjóra sem sýna fram á aðra eignastöðu eða aðrar heildartekjur, fyrir það tímabil sem lokauppgjör tekur til, svo forsenda sé fyrir endurskoðun.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?