Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvað geri ég ef ég er að hætta að leigja eða skipti um húsnæði?
Ef umsækjandi er að hætta að leigja eða skipta um húsnæði, þarf hann að segja upp núverandi umsókn sinni um húsnæðisbætur, fyrir lok leigusamnings og leggja inn nýja umsókn fyrir nýja húsnæðið.
Umsækjandi segir upp umsókn með því að skrá sig inn á Mínar síður HMS, velja "Breyta umsókn" og svo „Segja upp umsókn“.
Þar þarf að setja inn dagsetningu á leigulokum ásamt því að velja skýringu.
Ef leigusamningur er útrunnin þá er umsókn fyrst frestað og ef ekki er brugðist við þá er henni lokað miðað við lokadagsetningu samnings, að því tilskyldu að nýr framlengdur samningur í sama húsnæði, hafi ekki verið skráður rafrænt í Leiguskrá HMS.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?