Fara beint í efnið

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál

Hvað telst til skattskyldra tekna og hvernig hafa þær áhrif á útreikning húsnæðisbóta?

Allar skattskyldar tekjur heimilismanna 18 ára og eldri teljast til tekna, þar á meðal eru elli – og örorkulífeyrisgreiðslur, greiðslur séreignalífeyrissparnaðar, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og ýmsir styrkir.
Orlofsuppbót og desemberuppbót eru einnig skattskyldar tekjur.
Við afgreiðslu umsókna um húsnæðisbætur eru sóttar upplýsingar úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra um skráðar skattskyldar tekjur.
Hafi umsækjandi eða aðrir heimilismenn tekjur af eigin rekstri (verktakagreiðslur) eða erlendar tekjur sem koma ekki fram í staðgreiðsluskrá er ráðlagt að láta HMS vita svo hægt sé að gera ráð fyrir þeim í tekjuáætlun.
Ef tekjur eru undir frítekjumörkum þá er engin skerðing vegna tekna.
Ef tekjur eru yfir efri tekjumörkum þá er enginn réttur til bóta.
Ef tekjur eru milli neðri og efri marka eru bætur skertar hlutfallslega (11%) af upphæðinni sem fer yfir neðri mörkin.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafðu samband

Netfang: hms@hms.is

Sími: 440 6400

Afgreiðslu­tími

Mánudaga til fimmtudaga
9:00 til 16:00

Föstudaga
9:00 til 14:00

Heim­il­is­fang

Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

kennitala: 581219-1480