Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvernig hafa eignir áhrif á útreikning húsnæðisbóta?
Samanlagðar eignir allra á heimilinu (18 ára og eldri) verða að vera undir skerðingarmörkum. Eignir eru til dæmis innistæður á bankareikning, bílar, hjólhýsi, mótorhjól, fasteignir og hlutabréfaeign.
Miðað er við nettóeign (eignir mínus skuldir) samkvæmt skattframtali.
Ef eignir eru lægri en neðri mörk fást óskertar bætur.
Ef eignir eru hærri en efri mörk þá er enginn réttur til bóta.
Ef eignir eru á milli neðri og efri marka eru bætur skertar hlutfallslega af upphæðinni sem fer yfir neðri mörkin.
Reiknivél húsnæðisbóta og upplýsingar um tekju-og eignamörk.
Ef eignastaða umsækjanda og heimilismanna hefur breyst verulega frá síðasta framtali er ráðlagt að senda inn erindi þess efnis á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á Mínar síður HMS ásamt gögnum sem sýna fram á að eignastaða sé breytt og þá er hægt að endurskoða útreikning.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?