Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál

Hvernig hafa eignir áhrif á útreikning húsnæðisbóta?

Samanlagðar eignir allra á heimilinu (18 ára og eldri) verða að vera undir skerðingarmörkum. Eignir eru til dæmis innistæður á bankareikning, bílar, hjólhýsi, mótorhjól, fasteignir og hlutabréfaeign.

Miðað er við nettóeign (eignir mínus skuldir) samkvæmt skattframtali.

  • Ef eignir eru lægri en neðri mörk fást óskertar bætur.

  • Ef eignir eru hærri en efri mörk þá er enginn réttur til bóta.

Ef eignir eru á milli neðri og efri marka eru bætur skertar hlutfallslega af upphæðinni sem fer yfir neðri mörkin.
Reiknivél húsnæðisbóta og upplýsingar um tekju-og eignamörk.

Ef eignastaða umsækjanda og heimilismanna hefur breyst verulega frá síðasta framtali er ráðlagt að senda inn erindi þess efnis á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á Mínar síður HMS ásamt gögnum sem sýna fram á að eignastaða sé breytt og þá er hægt að endurskoða útreikning.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafðu samband

Netfang: hms@hms.is

Sími: 440 6400

Afgreiðslu­tími

Mánudaga til fimmtudaga
8:30 til 15:30

Föstudaga
9:00 til 14:00

Heim­il­is­fang

Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

kennitala: 581219-1480