Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál
Hvenær og hvernig má ég hækka eða lækka leigufjárhæðina í leigusamningi?
Leigusali sem er lögaðili og leigir út húsnæði í atvinnuskyni getur farið fram á hækkun leigufjárhæð vegna verulegrar hækkunar á rekstrarkostnaði húsnæðisins eða heildareignasafni leigusalans þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku leigusamnings. Hann þarf að tilkynna um hækkunina með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara og leigjandi hefur 30 daga til að annaðhvort fallast á hækkunina, bera hana undir kærunefnd húsnæðismála eða segja upp leigusamningi.
Báðir aðilar leigusamnings geta farið fram á breytingu á leiguverði í samræmi við markaðsverð sambærilegs húsnæðis þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku leigusamnings. Tilkynna þarf um breytinguna á þar til gerðu eyðublaði. Ef aðilar komast ekki að samkomulagi skal bera ágreininginn undir kærunefnd húsnæðismála eins fljótt og kostur er.
Óhagnaðardrifin leigufélög geta farið fram á breytingu á leiguverði þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku samnings til að jafna leigufjárhæð á sambærilegu húsnæði í þeirra eigu til að stuðla að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun. Leigusali skal tilkynna á þar til gerðu eyðublaði leigjanda um hækkunina með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara og hefur leigjandi 30 daga til að fallast á hækkunina, segja samningnum upp eða bera hana undir kærunefnd húsamála.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?