Leiga íbúðarhúsnæðis
Margs konar upplýsingar um leigumarkaðinn má finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar:
Mánaðar- og ársskýrslur um leiguverð og leigumarkaðskannanir
Mælaborð leiguskrár sem t.d. inniheldur Leiguverðsjá
Allar upplýsingar um réttindi og skyldur varðandi húsaleigu má finna á vef leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna.
Leiguhúsnæði má finna á skrá hjá ýmsum leigumiðlunum á vefnum og í auglýsingum fjölmiðla.
Leigusamningar
Leigusamningur skal alltaf vera skriflegur og undirritaður af báðum aðilum. Það tryggir réttindi beggja aðila til dæmis hvað kjör varðar og skyldur gilda
Samningar geta verið tímabundnir eða ótímabundnir og er mismunandi hvaða reglur gilda um uppsögn eftir tegund leiguhúsnæðis og lengd leigusamnings
Leigusamningur er sönnunargildi ef upp kemur ágreiningur
Mikilvægt er að skrá leigusamning í Leiguskrá HMS. Leigjandi getur þá sótt um húsnæðisbætur og leigusali tryggt forskráningu leigutekna í skattframtal.
Aðilar leigusamnings
Aðilar leigusamnings eru alltaf að lágmarki tveir, leigusali og leigutaki
Nauðsynlegt er að skrá umboðsaðila leigusala ef hann sjálfur getur ekki sinnt skyldum sínum, t.d. vegna langvarandi fjarvista eða sjúkleika
Dánarbú getur verið leigusali en þá þarf að skrá umboðsaðila
Fyrir leigjendur
Ef þú telur leiguverðið ósanngjarnt, getur þú leitað til Kærunefndar húsamála
Leigusali þarf að varðveita tryggingafé þitt inni á sérgreindum óbundnum reikningi með eins háum vöxtum og hægt er. Reyni ekki á greiðslu tryggingafés til leigusala þarf hann að borga þér það til baka með ávöxtun
Upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda má finna á vef Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna. Þau bjóða einnig uppá gjaldfrjálsa ráðgjöf
Leiguhúsnæði má finna í auglýsingum og hjá leigumiðlunum á netinu
Fyrir leigusala
Leigusali greiðir fasteignagjöld, þar með talið fasteignaskatt og tryggingaiðgjöld
Leigutekjur eru skattskyldar. Einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt af leigutekjum. Nánar á vef Skattsins
Ef breyting á kostnaði leigusala hækkar verulega má óska eftir breytingu á leigufjárhæð vegna aukins rekstrarkostnaðar
Þú þarft að varðveita tryggingafé á sérgreindum óbundnum reikningi hjá viðskiptabanka eða sparisjóði með eins háum vöxtum og kostur er, en þú mátt nota tryggingaféð til að greiða vangoldna leigu
Uppsögn ætti að vera skrifleg og send með sannanlegum hætti, til dæmis með tölvupósti eða ábyrgðarbréfi. Rafræn undirritun jafngildir sendingu/móttöku á ábyrgðarpósti
Hagsmunasamtök
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun