Leigusali
Á þessari síðu
Skyldur leigusala
Leigusali ber skyldur gagnvart leigjanda, leiguhúsnæðinu og ríkinu. Þær varða meðal annars:
viðhaldsskyldu á húsnæði og búnaði sem fylgir eigninni, svo sem pípulögnum, rafmagni, gluggum, hurðum og tækjum
að húsnæðið sé í íbúðarhæfu ástandi við afhendingu
að veita skýrar og tímanlegar tilkynningar, til dæmis um forgangsrétt, uppsögn og breytingar á leigufjárhæð
að greiða fjármagnstekjuskatt af leigutekjum ef við á, sjá nánar á vef Skattsins.
Réttindi leigusala
Leigusali nýtur einnig réttinda samkvæmt lögum, þar á meðal að:
fá leigu greidda á réttum tíma
fá aðgang að íbúð til nauðsynlegra viðgerða, að höfðu samráði við leigjanda
krefja leigjanda um bætur eða viðgerðir ef tjón verður af hans völdum
fá húsnæðinu skilað í sama eða sambærilegu ástandi, að teknu tilliti til eðlilegs slits
fá skattaafslátt af fjármagnstekjuskatti leigutekna ef við á, sjá nánar á vef Skattsins.
Húsaleigusamningur
Leigusamningur er grundvallarskjal leigusala og leigjanda. Samkvæmt lögum frá 1.janúar 2026 skal leigusamningur vera skriflegur og skráður í Leiguskrá HMS.
Auk grunnupplýsinga um samningsaðila og fasteign þarf meðal annars að koma fram hvort:
um herbergja- eða íbúðaleigu sé að ræða
samningur sé tímabundinn eða ótímabundinn
kostnaður, svo sem hiti eða rafmagn, sé innifalinn í leigu
krafist sé tryggingar og með hvaða hætti
Einnig skulu koma fram upplýsingar um:
leigufjárhæð
greiðsludag og greiðslufyrirkomulag
ástandsúttekt húsnæðis
brunavarnir leiguhúsnæðis
Breytingar á leigusamningi
Ekki er heimilt að gera breytingar á leigusamningi á leigutíma nema sérstaklega sé samið um það í samningnum.
Leigusali getur óskað eftir breytingu á leigufjárhæð þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku samningsins. Náist ekki samkomulag skal bera ágreining undir kærunefnd húsamála.
Hér er hægt að nálgast sýnishorn af tilkynningareyðublöðum sem senda þarf til HMS.
Uppsögn eða riftun leigusamnings
Uppsagnarfrestur er mislangur eftir tegund húsnæðis og lengd leigutímans.
Uppsögn á að vera skrifleg og send með sannanlegum hætti eins og til dæmis með rafrænum leiðum.
Leigusali má segja ótímabundnum samningi upp í tilteknum tilvikum. Tilkynna þarf uppsögnina til HMS með rafrænum hætti.
Tímabundnum samningi er almennt ekki hægt að segja upp þar sem hann rennur út, nema sérstök ákvæði séu í samningnum.
Riftun leigusamnings er heimild aðilum í tilteknum tilvikum. Hún skal vera skrifleg og skráð í leiguskrá HMS.
Ágreiningi um uppsögn eða riftun má vísa til Kærunefndar húsamála.
Nánari upplýsingar um leigu og riftun leigusamninga er að finna hér.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun