Leigjandi
Á þessari síðu
Við leigu á íbúðarhúsnæði gilda lögbundnar skyldur og réttindi fyrir leigjanda sem mikilvægt er að kynna sér áður en leigusamningur er gerður.
Skyldur leigjanda
Leigjandi ber ríkar skyldur gagnvart leigusala og leiguhúsnæðinu. Þær varða meðal annars að:
greiða leigu á réttum tíma
gæta vel að eigninni
tilkynna bilanir eða tjón eins fljótt og unnt er
Réttindi leigjanda
Leigjandi nýtur jafnframt réttinda samkvæmt lögum. Þau varða einkum að:
fá skriflegan og skýran leigusamning
fá upplýsingar um leigufjárhæð og breytingar á henni á leigutíma
fá íbúð afhenta í íbúðarhæfu ástandi
tryggingafé sé varðveitt á sérgreindum óbundnum reikningi með eins háum vöxtum og hægt er
fá tryggingaféð greitt til baka með ávöxtun við lok leigusambands (ef ekki hefur verið reynt á greiðslu til leigusalans)
sækja um húsaleigubætur
Húsaleigusamningur
Húsaleigusamningur er grundvallarskjal leigusala og leigjanda. Samkvæmt lögum skal leigusamningur vera skriflegur og skráður í Leiguskrá HMS. Nauðsynlegt er að gera húsaleigusamning til að:
auðvelda lausn ágreiningsmála
vernda leigjanda ef upp kemur misskilningur eða vandamál síðar
Breytingar á leigusamningi
Ekki er heimilt að gera breytingar á leigusamningi á leigutíma nema sérstaklega sé samið um það í samningnum.
Leigusali getur óskað eftir breytingu á leigufjárhæð þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku samningsins. Náist ekki samkomulag skal bera ágreining undir kærunefnd húsamála.
Hér er hægt að nálgast sýnishorn af tilkynningareyðublöðum sem senda þarf til HMS.
Uppsögn eða riftun leigusamnings
Uppsagnarfrestur er mislangur eftir tegund húsnæðis og lengd leigutímans.
Uppsögn á að vera skrifleg og send með sannanlegum hætti eins og til dæmis með rafrænum leiðum.
Leigusali má segja ótímabundnum samningi upp í tilteknum tilvikum. Tilkynna þarf uppsögnina til HMS með rafrænum hætti.
Tímabundnum samningi er almennt ekki hægt að segja upp þar sem hann rennur út, nema sérstök ákvæði séu í samningnum.
Riftun leigusamnings er heimild aðilum í tilteknum tilvikum. Hún skal vera skrifleg og skráð í leiguskrá HMS.
Ágreiningi um uppsögn eða riftun má vísa til Kærunefndar húsamála.
Nánari upplýsingar um leigu og riftun leigusamninga er að finna hér.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun