Gjaldskrá
Gildir frá 1. janúar 2024.
Útlán og stofnframlög
1.1. Lántökugjald einstaklinga 58.500 krónur*
1.2. Lántökugjald húsnæðisfélaga allt að 1%**
1.3. Lántökugjald sveitarfélaga allt að 1%**
1.4. Lántökugjald leigufélaga allt að 1%**
* Þó ekki hærra en 1% af lánsfjárhæð eða 0,5% vegna lána til sérþarfa. Lántökugjald er fellt niður hjá fyrstu kaupendum af láni á 1. veðrétti.
** Lántökugjald á lánum til lögaðila geta samkvæmt gjaldskrá stjórnar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar numið allt að 1% af lánsfjárhæð, en þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 2.500.000,- vegna hverrar lánveitingar.
2.1. Greiðsluáskorun 8.100 krónur +vsk.
2.2. Nauðungarsölubeiðni 3.500 krónur +vsk.
2.3. Kröfulýsing í uppboðsandvirði 8.100 krónur +vsk.
2.4. Tilkynninga- og greiðslugjald vegna stofnun gjalddaga 150 krónur.
2.5. Heimsendur greiðsluseðill 280 krónur.
2.6. Milliinnheimtubréf send eftir 10, 30 og 50 daga vanskil, kostnaður fyrir hvert bréf og leggst á hvert lán 1.050 krónur.
3.1 Skuldbreyting 3.250 krónur.
3.2. Veðleyfi 5.500 krónur.
3.3. Veðbandslausn 5.500 krónur
3.4. Veðflutningur 11.000 krónur.
3.5. Yfirtaka lána 11.000 krónur.
3.6. Uppgreiðsla lána annarra en fyrirtækja 3.250 krónur.
3.7. Umsýsla lána ef 14 daga skilaréttur er nýttur 11.000 krónur.
3.8. Aðrar breytingar á skilmálum 3.250 krónur.
3.9. Umsýslugjald vegna uppgreiðslu hlutdeildarlána 11.000 krónur.
4.0. Endurrukkaður útlagður kostnaður vegna þinglýsingar skjala 2.700 krónur.
Bruna- og mannvirkjamál
5.1. Námskeiðsgjald fyrir byggingarstjóra 23.600 krónur.
5.2. Próftökugjald fyrir byggingarstjóra 23.600 krónur.
5.3. Námskeiðsgjald fyrir hönnuði 70.900 krónur.
5.4. Próftökugjald fyrir hönnuði 41.300 krónur.
5.5. Námskeiðsgjald fyrir þjónustuaðila brunavarna 13.000 krónur. Gjaldið skal greitt við upphaf námskeiðs.
6.1. Byggingarstjórar
6.1.1. Útgáfa starfsleyfis 13.000 krónur
6.1.2. Endurnýjun starfsleyfis 13.000 krónur.
6.1.3. Endurskoðun og breyting á starfsleyfi 13.000 krónur.
6.2. Skoðunarstofur
6.2.1. Útgáfa starfsleyfis 41.000 krónur.
6.2.2. Endurnýjun starfleyfis 18.900 krónur.
6.2.3. Endurskoðun og breyting starfsleyfis 18.900 krónur.
6.3. Þjónustuaðilar brunavarna
6.3.1. Útgáfa starfsleyfis 41.000 krónur.
6.3.2. Endurnýjun starfsleyfis 18.900 krónur.
6.3.3. Endurskoðun og breyting starfsleyfis 18.900 krónur.
Gjaldið skal greitt við útgáfu starfsleyfis.
Hafi vinna við úttekt á aðstöðu vegna starfsleyfis í för með sér meiri kostnað en nemur gjaldi samkvæmt grein þessari er heimilt að innheimta tímagjald fyrir slíka umframvinnu og ferðakostnað samkvæmt 9. grein eða annan útlagðan kostnað samkvæmt framlögðum reikningum.
Þegar ljóst er að útgáfa leyfis hefur í för með sér umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu.
7.1. Hönnuðir 12.000 krónur.
7.2. Iðnmeistarar 12.000 krónur.
7.3. Slökkviliðsmenn 12.000 krónur.
7.4. Rafverktakar,(iðnmeistara og hönnuða) 12.000 krónur. *
*Gjaldið skal greitt við útgáfu löggildingar og er innheimt samkvæmt 10. grein laga um aukatekjur ríkissjóðs númer 88/199.
8.1. Byggingarleyfi og byggingarheimild
8.1.1. Lágmarksgjald við móttöku umsóknar um byggingarleyfi eða byggingarheimild 13.000 krónur.
8.1.2. Endurnýjun byggingarleyfis eða byggingarheimildar 13.000 krónur.
8.1.3. Sé þörf á yfirferð hönnunargagna við endurnýjun skal sú vinna greidd sérstaklega samkvæmt 9. grein.
8.1.4. Byggingarleyfisgjald fyrir nýbyggingu eða viðbyggingu 115 krónur fyrir hvern m3. Rúmmetragjald skal reikna af brúttórúmmáli, samanber ákvæði ÍST 50.
8.2. Framkvæmdaleyfi
8.2.1. Lágmarksgjald við móttöku umsóknar um framkvæmdaleyfi 13.000 krónur.
8.3. Stöðuleyfi
8.3.1. Umsókn um stöðuleyfi 13.000 krónur.
8.4. Móttaka gagna vegna tilkynningaskyldra framkvæmda 13.000 krónur.
8.5. Yfirferð uppdrátta og annarra hönnunargagna:
8.5.1. Burðarþols-, lagna og séruppdrættir aðalhönnuða.
8.5.2. Breytingar á innra skipulagi.
8.5.3. Slökkvikerfi. Gjald samkvæmt grein þessari skal miðast við vinnuframlag og tímagjald samkvæmt 9. grein og skal áætlun um kostnað kynnt við upphaf vinnu.
8.6. Úttektir og vottorð:
8.6.1. Lágmarksgjald vegna áfangaúttektar 13.000 krónur.
8.6.2. Lágmarksgjald vegna öryggisúttektar 23.600 krónur.
8.6.3. Lágmarksgjald vegna lokaúttektar 23.600 krónur.
8.6.4. Lágmarksgjald vegna stöðuskoðunar 11.800 krónur.
8.6.5. Lágmarksgjald vegna byggingarstjóraskipta 23.600 krónur.
8.6.6. Gjald fyrir vottorð og staðfestingu á úttektum samkvæmt liðum a-e. 11.800 krónur.
8.7. Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
8.7.1. Lágmarksgjald vegna úttektar á gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa 44.800 krónur.
8.8. Gæðastjórnunarkerfi þjónustuaðila brunavarna
8.8.1. Lágmarksgjald vegna úttektar á gæðastjórnunarkerfum þjónustuaðila brunavarna 44.800 krónur.
8.9. Staðfesting á nothæfi byggingarvöru með tilliti til brunaþols og brunaeiginleika byggingarvöru
8.9.1. Lágmarksgjald vegna staðfestingar á nothæfi 44.800 krónur.
8.10. Útmælingar á mannvirkjum
Gjald fyrir útmælingu mannvirkja skal miðast við vinnuframlag og skal ferðakostnaður og tímagjald innheimt samkvæmt 9. grein, en annar útlagður kostnaður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samkvæmt framlögðum reikningum.
Áætlun um kostnað vegna útmælingu skal gefin út og kynnt við upphaf vinnunnar. Gjaldið skal greitt við lok vinnunnar.
Hafi úttekt eða vinna við útgáfu leyfa, vottorða, úttekta og fleira samkvæmt grein þessari í för með sér meiri kostnað en nemur gjaldi er heimilt að innheimta tímagjald fyrir slíka umframvinnu samkvæmt 9. grein ferðakostnað samkvæmt 9. grein og annan útlagðan kostnað samkvæmt framlögðum reikningum.
Þegar ljóst er að þörf er á umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu og skal reikningur gefinn út þegar úttekt eða vinnu er lokið.
Önnur gjöld samkvæmt þessari grein skulu greidd við upphaf úttektar eða vinnunnar.
9.1. Vinna sérfræðings á klukkustund 11.500 krónur.
9.2. Vinna fagritara á klukkustund 6.330 krónur.
9.3. Ljósrit og önnur endurrit 1.640 krónur.
9.4. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
9.5. Tímagjald vegna tækniþjónustu við veitingu útlána 11.500 krónur.
10.1. Eindagi gjalda
Eindagi gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er 14 dögum eftir útgáfu reiknings.
10.2. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga.
Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.
10.3. Gjalddagar einstakra gjalda samkvæmt gjaldskrá eru eftirfarandi:
10.3.1. Gjalddagi lágmarksgjalds vegna byggingarleyfis er við mótttöku umsóknar og gjalddagi byggingarleyfisgjalds við útgáfu byggingarleyfis en þó áður en leyfi er gefið út.
Dragi umsækjandi umsókn sína til baka eða umsókn er synjað er lágmarksgjald ekki endurgreitt.
Falli byggingarleyfishafi frá notkun byggingarleyfis eða byggingarleyfi fellur úr gildi er lágmarksgjald og byggingarleyfisgjald ekki endurgreitt.
10.3.2. Gjalddagi úttektargjalda áfangaúttekta er við útgáfu byggingarleyfis en þó áður en leyfi er gefið út.
10.3.3. Vottorð og staðfestingar á úttektum skulu greidd við afhendingu þeirra.
10.3.4. Gjalddagi skoðunargjalds er samhliða beiðni um skoðun.
10.3.5. Gjalddagi annarra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eru samkvæmt ákvæðum um einstök gjöld.
10.3.6. Gjöldum samkvæmt 51. og 52. greinum laga númer 160/2010 um mannvirki fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi, samanber. 3. málsgrein. 53. grein. laganna.
Lögmælifræði - markaðseftirlit
HMS sinnir verkefnum sem Neytendastofa hafði með höndum meðal annars. markaðseftirliti og öðrum verkefnum á sviði mælifræði.
Gjöld tengd þessum verkefnum eru ekki ákvörðuð af HMS heldur á grundvelli laga um
nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur númer 87/2018
mælingar, mæligrunna og vigtarmenn númer 91/2006.
Nánar um gjaldtöku er vísað í eftirfarandi reglugerð, auglýsingu og gjaldskrár sem settar eru á grundvelli framangreindra laga:
1. Reglugerð númer 992/2022 um tilkynningar um markaðssetningu, auk leyfisveitinga, og innihaldsefni nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín
2. Auglýsing númer 465/2018 um gjald vegna þátttöku á vigtarmannanámskeiðum í Reykjavík
3. Gjaldskrá númer 186/2009 fyrir leyfisveitingu Neytendastofu fyrir innra eftirlit með löggildingarskyldum mælitækjum
4. Gjaldskrá númer 935/2007 fyrir löggildingargjöld á mælitækjum
Löggilding vigtarmanna 12.000 krónur. *
Bráðabirgðalöggilding vigtaramanna 12.000 krónur. *
*Gjaldið er samkvæmt 10. grein laga um aukatekjur ríkissjóðs númer 88/1991 eins og það er á þeim tíma sem löggilding fer fram.
Viðurkenning og skráning á nafnastimpli 11.000 krónur.*
Eftirlitsgjald 13.000 krónur*
*Gjaldið er samkvæmt 12. grein laga um eðalmálma númer 77/2002
Útseld ráðgjafar- og sérfræðiþjónusta
Sérfræðingur I 22.880 krónur.*
Sérfræðingur II 19.880 krónur.*
* Gjaldið er samkvæmt auglýsingu númer 256/2019 um prófunar og kvörðunarþjónustu Neytendastofu.
Fasteignaskrá, fasteignamat og brunabótamat
12.1. Gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta.
Sveitarfélög skulu greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda. Skal gjaldið nema 0,0060% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Gjaldið skal innheimt árlega í janúarmánuði.
12.2. Gjald fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi.
Vátryggingafélög skulu greiða gjald fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi. Skal gjaldið nema 0,00021% af brunabótamati allra húseigna sem eru tryggðar hjá viðkomandi vátryggingafélagi í lok hvers mánaðar. Gjaldið skal innheimt mánaðarlega.
12.3. Gjald fyrir stofnun nýrrar fasteignar
Gjald fyrir stofnun nýrrar fasteignar í fasteignaskrá 35.200 krónur.
Auk gjalds fyrir aðgang að upplýsingum samkvæmt ákvæðinu í grein 13.1, skal greiða einingaverð, samanber greinar. 13.2, 13.3 og 13.4.
13.1. Aðgangur að upplýsingum úr fasteignaskrá
Gjald fyrir aðgang að upplýsingum úr fasteignaskrá er sem hér segir:
Mánaðarlegt þjónustugjald vefþjónustu og vefuppflettingar 5.100 krónur
Stofngjald vefþjónustu 85.200 krónur
Stofngjald gagnaveitu 85.200 krónur
Gjald fyrir breytingar rafrænna skilríkja 8.640 krónur
13.2. Einingaverð úr fasteignaskrá
Greiða skal einingaverð fyrir upplýsingar úr hverju svæði í fasteignaskrá. Svæðin eru:
a. mannvirkja- og lóðasvæði,
b. matssvæði,
c. eigendasvæði.
Einingaverð er miðað við fjölda fasteigna sem óskað er upplýsinga um og tekur mið af fjölda svæða fyrir hverja fasteign. Miðað er við notkun á einu almanaksári og reiknast afsláttur þegar tilteknum fjölda fasteigna er náð.
Fjöldi fasteigna | Eitt svæði | Tvö svæði | Þrjú svæði |
---|---|---|---|
1 – 70.000 | 30 krónur | 60 krónur | 90 krónur |
70.001 – 140.000 | 26 krónur | 52 krónur | 78 krónur |
Fleiri en 140.000 | 23 krónur | 46 krónur | 69 krónur |
Önnur einingaverð fyrir upplýsingar úr fasteignaskrá eru sem hér segir:
Yfirlitsmynd (yfirlit heitis) 90 krónur
Eigendasaga fasteignar 90 krónur
Breytingasaga fasteignar 90 krónur
13.3. Einingaverð úr þinglýsingarhluta
a) Veðbandayfirlit: Gjald fyrir rafrænar fyrirspurnir úr þinglýsingarhluta er samkvæmt 24. grein laga númer 6/2001.
b) Rafræn veðbandavöktun: Mánaðargjald fyrir rafræna vöktun á breytingum á veðbandayfirliti eignar er miðað við fjölda eigna í vöktun á hverju almanaksári:
Fjöldi eigna í vöktun | Verð fyrir hverja eign |
---|---|
1 - 100 | 89 krónur |
101 – 1.000 | 58 krónur |
1.001 – 10.000 | 49 krónur |
10.001 – 20.000 | 39 krónur |
Fleiri en 20.000 | 29 krónur |
c) Rafræn endurrit skjala:
Skjalalisti (listi yfir rafræn endurrit skjala í þinglýsingarhluta) 90 krónur
Gjald fyrir rafrænt endurrit skjals í þinglýsingarhluta 361 króna
13.4. Einingaverð úr verðskráningargrunnum
Gjald fyrir upplýsingar um hverja fasteign verðskráningargrunnum:
Einingaverð úr kaupskrá 146 krónur
Einingaverð úr leiguskrá 146 krónur
13.5. Grunnupplýsingar úr staðfanga- og landeignahluta fasteignaskrár
Grunnupplýsingar úr staðfangahluta fasteignaskrár eru án endurgjalds, en til grunnupplýsinga teljast hnitpunktar, heiti og auðkennisnúmer.
Grunnupplýsingar úr landeignahluta fasteignaskrár eru án endurgjalds, en til grunnupplýsinga teljast landeignanúmer, skráð stærð, ef hún er til staðar, og hnitsett eignarmörk landeigna, ef þau eru til staðar.
Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli:
16. grein laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar númer 137/2019
52. grein laga um mannvirki númer 160/2010
38. grein laga um brunavarnir númer 75/2000
24. grein laga um skráningu og mat fasteigna númer 6/2001
Þannig samþykkt á fundi stjórnar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 22. ágúst 2024.