Fara beint í efnið

Meðferð persónuupplýsinga

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er umhugað um persónuvernd í starfsemi sinni og leggur áherslu á að lögmæta sanngjarna og gagnsæja meðferð persónuupplýsinga.
Hjá sjóðnum skal unnið með eins lítið af persónuupplýsingum og þörf krefur á grundvelli hins lögbundna hlutverk hans.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Húsnæðis og mannvirkjastofnunar er sett í þágu skráðra einstaklinga hjá sjóðnum. Þar má fá upplýsingar um stefnu sjóðsins hvað varðar persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. söfnun þeirra, varðveislu og öryggi.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur við fyrirspurnum og ábendingum sem einstaklingar kunna að hafa varðandi persónuvernd hjá sjóðnum persona@hms.is

Persónuupplýsingar

Persónuverndarlögin fela einstaklingum tiltekin réttindi. Húsnæðis og mannvirkjastofnun virðir þau réttindi og aðstoðar viðskiptavini við að nýta sér þann rétt.

Hér að neðan geta einstaklingar m.a. óskað eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum, leiðréttingu, takmörkun og gagnaflutningi.

Beiðni um eigin persónuupplýsingar