Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Nýliðafræðsla

Nýtt starfsfólk skal fá fræðslu og þjálfun við hæfi og viðeigandi aðstoð til að komast hratt og örugglega inn í starfið. Fræðslunni má skipta í almenna- og starfstengda þjálfun.

Almenn þjálfun um verkefni stofnunarinnar

Markmiðið er að nýtt starfsfólk geri sér grein fyrir hver kjarnastarfsemi og lykilverkefni stofnunarinnar eru og hverjir eru helstu viðskiptavinir eða haghafar hennar.

  • Staða stofnunarinnar innan ríkisins, fjárlaganúmer, skipulag og annað þess háttar

  • Lög og reglugerðir sem liggja til grundvallar starfsemi stofnunarinnar.

  • Sýn, gildi, markmið og stefna stofnunarinnar sem og starfsmannastefna, öryggisstefna, jafnréttisstefna, fjarvistarstefna, fjarvinnustefna og starfsþróunar- og símenntunarstefna.

  • Siðareglur starfsmanna ríkisins

  • Helstu verkferlar, tölvukerfi og verklagi sem ætlast er til að nýi starfsmaðurinn tileinki sér.

  • Samstarfsfólk, hlutverk þess, boðleiðir og aðstoð.

  • Hagnýtar upplýsingar svo sem um neysluhlé, tilkynningu veikinda, skipulag húsnæðis, vinnuaðstöðu, réttindi og skyldur.

Starfstengd þjálfun

Markmiðið er að aðstoða starfsfólk við að laga sig hratt og vel að nýju starfi. Starfstengd þjálfun er sérsniðin að því starfi sem viðkomandi hefur verið ráðinn í og byggir á starfslýsingu þess. Í starftengdri þjálfun er farið markvisst yfir þau atriði sem skipta máli fyrir árangur í starfi, rétt vinnubrögð kennd og útskýrt til hvers er ætlast og hvernig árangur er mældur.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.