Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar
Tilkynning um tafir á ráðningu
Ef séð er fram á að tafir verði á ráðningarferlinu er gott að upplýsa umsækjendur um það.
Málshraðareglan á hér við en hún kemur fram í 9. gr. stjórnsýslulaganna. Samkvæmt henni skulu ákvarðanir teknar svo fljótt sem unnt er. Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal tiltaka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
Dæmi um tilkynningu:
Takk fyrir áhugann sem þú sýnir starfi <starfsheiti, stofnun>
Fyrirséð er að tafir verða á ráðningarferlinu vegna <ástæða s.s. annir-sumarleyfi-aðrar ástæður>. Gera má ráð fyrir að haft verði samband við umsækjendur innan x vikna, daga varðandi næstu skref.
Með góðri kveðju, <Undirskrift>
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.