Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Meðmæli

Meðmæli eru oftast notuð til þess að þrengja hópinn í ráðningarferlinu eða sem nokkurs konar staðfesting áður en lokaákvörðun er tekin um ráðningu. Ekki er gerð formleg krafa um meðmæli við ráðningar í störf hjá ríkinu þó þau séu oft notuð.

Meðmæli geta bæði verið skrifleg og munnleg. Þegar rætt er við meðmælendur er gott að styðjast við staðlaðar spurningar. Einnig getur reynst vel að leita meðmæla hjá fleiri en einum umsagnaraðila til samanburðar. 

Markmið með öflun meðmæla er fyrst og fremst að staðfesta upplýsingar sem umsækjandi setur fram í umsókn eins og lengd starfstíma, vinnuheiti, hlutverk, fjarveru síðasta árið í starfi og ef til vill að athuga hvort meðmælandi væri tilbúinn að ráða viðkomandi aftur. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.