Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar
Hætt við ráðningu
Heimilt er að hætta við ráðningu jafnvel þótt á meðal umsækjenda séu einstaklingar sem uppfylla hæfnisskilyrði starfsins. Ákvörðunin þarf þó að styðjast við lögmætar forsendur.
Þegar hætt er við ráðningu er mikilvægt að láta alla umsækjendur vita og upplýsa þá um að þeir eigi rétt á rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.
Dæmi um tilkynningu:
Takk fyrir umsóknina og áhugann sem þú sýnir starfi <starfsheiti, stofnun>
Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við ráðninguna. Samvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 átt þú rétt á rökstuðningi vegna þess.
Við minnum á Starfatorgið, en þar er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.
Með góðri kveðju, <Undirskrift>
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.