Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Rökstuðningur fyrir ráðningu

Umsækjendur um störf hjá ríkinu eiga rétt á rökstuðningi fyrir ráðningu í þau störf sem þeir sóttu um. Sjá nánar í 20. og 21. grein stjórnsýslulaga.

Beiðni um rökstuðning skal svara innan 14 daga frá því að hún berst, sbr. 21. grein stjórnsýslulaga. Ef stofnun sér fram á að geta ekki svarað innan tímamarka skal skrifa umsækjanda og útskýra að stofnunin áskilji sér lengri frest til að svara erindinu og þarf að tilgreina ástæðu. Þá er eðlilegt að framlengja ekki frestinn lengur en aðra 14 daga.

Í rökstuðningi eru færð rök fyrir ráðningu þess sem varð fyrir valinu en ekki ástæður þess að sá sem fer fram á rökstuðning fékk ekki starfið.

Í rökstuðningi þarf að lýsa vel þeim sjónarmiðum sem ákvörðun um ráðningu byggði á. Mikilvægt er að fjallað sé um þau atriði er fram komu í auglýsingunni.  Einnig skal greina frá helstu upplýsingum um þann sem fékk starfið, svo sem menntun, reynslu og eftir atvikum öðru sem hafði verulega þýðingu við hæfnismatið, svo sem persónulegum eiginleikum. Sjá nánar 22. grein stjórnsýslulaga.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.