Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar

Heimildir og ábyrgðir í ráðningarferli

Í 5. grein starfsmannalaga er fjallað um hvaða stjórnvald veitir starf. Sá sem veitir starf ber ábyrgð á lögmæti ráðningarferlis.

Almenn störf

Yfirleitt er það forstöðumaður sem tekur ákvörðun um ráðningu í almenn störf. Forstöðumaður getur framselt ráðningarvaldið til annarra stjórnenda innan stofnunar og skal það gert með skriflegum hætti og tilkynnt starfsfólki. Sjá nánar í 50. grein starfsmannalaga.

Embætti

Ráðherra skipar forstöðumann stofnunar og eftir atvikum aðra embættismenn við stofnunina. 

Í einhverjum tilvikum er kveðið á um annað fyrirkomulag í sérákvæðum laga.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.