Mannauðstorg ríkisins: Ráðningar
Skipulag ráðningarferlis
Faglegt og skipulagt ráðningarferli miðar að því að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn hverju sinni. Þannig er jafnframt tryggt að ákvörðun um ráðningu grundvallist á hlutlægu mati.
Áður en ákvörðun um ráðningu er tekin þarf að liggja fyrir
niðurstaða úr starfsgreiningu
starfslýsing þar sem fram kemur í hverju starfið felist og hvaða hæfnisskilyrði starfsfólk þarf að uppfylla til að sinna umræddu starfi
Verkáætlun
Þegar ákvörðun um að ráða eigi í tiltekið starf liggur fyrir er æskilegt að gera verkáætlun þar sem hlutverk allra er að málinu koma er skilgreint.
Einnig þarf að ákveða hvort:
stofnunin sjái sjálf um ráðninguna
skipa þurfi hæfnisnefnd
ráðningarstofa verði fengin til að sjá um hluta af ráðningarferlinu.
Hæfnisnefndir
Samkvæmt 39. grein b. í starfsmannalögum getur hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn falið sérstakri hæfnisnefnd þriggja manna að meta hæfni umsækjenda um starf forstöðumanns og er niðurstaða hennar ráðgefandi. Fjármála- og efnahagsráðherra setur reglur um hæfnisnefndir þar sem meðal annars er fjallað um skipun nefndar og hæfi
nefndarmanna svo og verkefni og málsmeðferð.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.